Svavar Knútur á tónleikaferð um Vesturland

Svavar Knútur söngvaskáld fagnar nýju sumri með tónleikaferðalagi um landið. Á tónleikunum mun Svavar Knútur segja sögur, leika lög úr öllum áttum, bæði frumsamin og sígild, gömul og ný. Svavar Knútur vinnur nú að nýrri plötu og mun að sjálfsögðu leika lög af henni ásamt eldra efni.

Um liðna helgi söng hann á Bjarteyjarsandi en næstu tónleikar hans hér á svæðinu verða:

Miðvikudaginn 23. júní kl. 20 Vatnasafnið í Stykkishólmi – Ókeypis, í boði Vatnasafnsins

Föstudaginn 25. júní kl. 21 Báta- og hlunnindasýningin á Reykhólum

Laugardaginn 26. júní kl. 21 Erpsstaðir í Dölum

Sunnudaginn 27. júní kl. 21 Skrímslasetrið í Bíldudal.

Miðaverð er kr. 2500. Hægt er að kaupa miða á tix.is

Líkar þetta

Fleiri fréttir