Lions gaf hesteigendafélaginu reiðhjálma

Hestaeigendafélagið Hringur í Ólafsvík fékk góða gjöf á dögunum þegar félaginu voru færðir barnareiðhjálmar. Munu hjálmarnir nýtast félaginu vel en þeir voru teknir í notkun þegar félagið var með opið hús á 17. júní. Það var Lionsklúbbur Ólafsvíkur sem færði félaginu þessa góðu gjöf og vilja félagsmenn fá að nýta tækifærið og koma á framfæri kæru þakklæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir