Jón Gíslason á Lundi, formaður veiðifélagsins, og Jón Þór Júlíusson frá Hreggnasa.

Tíu ára samningur undirritaður um Grímsá

Tímamótasamningur var nýverið gerður um leigu Grímsár í Borgarfirði milli veiðifélagsins Hreggnasa og Veiðifélags Grímsár og Tunguár, í ljósi þess að gildistími nýs samnings er tíu ár. Grímsá og Tunguá eru án efa meðal fengsælustu laxveiðiáa landsins. Samstarf þessara aðila á sér langa sögu en það nær til ársins 2004 þegar Hreggnasi tók við sölu veiðileyfa af landeigendum sjálfum.

Stangveiði á laxi í Grímsá á einnig langa samfellda sögu, eða til ársins 1862, þegar enskir veiðimenn fóru að venja þangað komur sínar hingað til lands og hrifust af aðstæðum. Meðalveiði síðastliðinna tuttugu ára úr ánum er um 1.300 laxar. Á samningstímanum verður ráðist í verulegar endurbætur á veiðihúsinu Fossási og aðstaða gerð betri. Einnig verður aukið við fiskrækt með margvíslegum hætti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir