Fyrsta skemmtiferðaskipið eftir rúmlega árs hlé

Skemmtiferðaskipið Le Dumont D’urville kom til Grundarfjarðar 17. júní síðastliðinn en þetta var fyrsta skemmtiferðaskipið í rúmlega ár, en allar komur skemmtiferðaskipa lögðust af á meðan heimsfaraldurinn stóð sem hæst. Skipið kom upp úr hádegi og sigldi svo út fjörðinn snemma kvölds. Farþegar af skipinu fóru flestir í land og voru einhverjir sem fóru hringinn um Snæfellsnes á meðan aðrir spókuðu sig um í bænum. Skipið siglir svo hringinn í kringum landið og er væntanlegt aftur til Grundarfjarðar innan tíðar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir