Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Nýjustu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi voru birtar núna rétt eftir klukkan ellefu þegar talin hafa verið 998 atkvæði úr flestum, en ekki öllum, kjördeildum.

Atkvæðin skiptast svona:

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir leiðir með 644 atkvæði í fyrsta sæti.

Í öðru sæti er Haraldur Benediktsson með 440 atkvæði í 1.-2. sæti.

Í þriðja sæti er Teitur Björn Einarsson með 582 atkvæði í 1.-3. sæti.

Í fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir með 392 atkvæði í 1.-4. sæti.

Líkar þetta

Fleiri fréttir