Þórdís Kolbrún R Gylfadóttir.

Fyrstu tölur úr prófkjöri Sjálfstæðisflokksins

Prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi lauk nú í kvöld en Haraldur Benediktsson og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sækjast bæði eftir því að leiða lista flokksins í komandi kosningum. Haraldur er oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi en Þórdís Kolbrún er varaformaður flokksins auk þess sem hún er sitjandi ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Fyrstu tölur voru birtar nú rétt eftir klukkan níu í kvöld en alls greiddu um 2200 manns í prófkjörinu. Þegar búið er að telja 798 atkvæði úr flestum, en ekki öllum, kjördeildum leiðir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir með 532 atkvæði í fyrsta sæti. Svona raða frambjóðendur flokksins sér í þrjú næstu sæti:

Í öðru sæti með 359 atkvæði í 1.-2. sæti er Teitur Björn Einarsson

Í þriðja sæti með 389 atkvæði í 1.-3. sæti er Haraldur Benediktsson

Í fjórða sæti með 306 atkvæði í 1.-4. sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir

Líkar þetta

Fleiri fréttir