Flúormengun vestan við Grundartanga

Aðalfundur Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð var haldinn miðvikudaginn 9. júní. Þar var ályktað að byggðin vestan við Grundartanga sé undir of miklu álagi flúors. Því til rökstuðning var bent á yfirlit um flúormengun í beinum lamba frá 2010-2019. „Umhverfisvöktun opinberra aðila er afar takmörkuð og ekki gerð á réttum stöðum, þ.e. stöðum sem gefa glögga og raunverulega mynd,“ segir í ályktun Umhverfisvaktarinnar. Þá segir að frá upphafi starfsemi Norðuráls á Grundartanga hafi flúorálag verið mest á svæðinu fyrir vestan iðnaðarsvæðið. Í ályktuninni er einnig bent á að samkvæmt rannsókn LbhÍ og Umhverfisstofnunar er flúorgildi í beinum hrossa í nágrenni Norðuráls á Grundartanga marktækt hærra en í öðrum landshlutum. „Aðalfundurinn ályktar að þessar niðurstöður kalli á endurskoðun starfsleyfis Norðuráls og endurskoðun vöktunaráætlunar vegna álversins. Hefja þurfi vinnu við hvoru tveggja nú þegar,“ segir í ályktun frá aðalfundi Umhvefisvaktarinnar við Hvalfjörð.

Tafla sem unnin var upp úr vöktunarskýrslum vegna iðjuveranna á Grundartanga árin 2010-2019.

Líkar þetta

Fleiri fréttir