Ljósm, vaks

Myndasyrpa – Norðurálsmótið hafið á Akranesi

Mikið líf og fjör var á Akranesi þegar skúðganga með kátum ungum knattspyrnumönnum hélt af stað frá Stillholti og niður á Jaðarsbakka klukkan 11 í morgun. Norðurálsmótið er eitt stærsta pollamót í knattspyrnu hér á landi. Mótið hófst í gær, 17. júní, þar sem 8. flokkur drengja og stúlkna kepptu. Mótið var svo formlega sett í morgun með skrúðgöngunni og í kjölfarið hófu 7. flokkur drengja keppni en keppt verður alla helgina.

Líkar þetta

Fleiri fréttir