Lést eftir slys í Hvalfirði

Konan sem féll í skriðu í Hvalfirði á þriðjudagskvöldið lést á gjörgæslu Landspítalans í Fossvogi í gærmorgun, 17. júní. Hún hét Sólveig Katrín Hallgrímsdóttir og var fædd árið 1977. Sólveig var búsett á Akranesi og lætur hún eftir sig einn son. Sólveig var viðskiptafræðingur frá Bifröst og mikil útivistarmanneskja, sem vann ötullega að því markmiði að skoða alla fossa á Íslandi. Hún hafði skoðað 75 fossa þegar slysið varð. Fjölskylda Sólveigar vill koma á framfæri þakklæti til Landhelgisgæslunnar auk hjúkrunar-, umönnunar- og sálgæslufólks sem lagði sig fram við mjög krefjandi aðstæður. „Sólveig var hraust manneskja og með líffæragjöf mun sú hreysti hennar færa nokkrum manneskjum betra líf,“ segir í tilkynningu frá fjölskyldu Sólveigar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir