Þorsteinn Stefánsson með lax úr Norðurá í Borgarfirði.

Góð laxveiði

Góð veiði hefur verið í Norðurá. „Þetta er allt að detta inn. Norðurá er komin í kringum 50 laxa og smálaxinn hefur aðeins verið að láta sjá sig,“ sagði Þorsteinn Stefánsson spurður um veiði í Norðurá í Borgarfirði. Hver laxveiðiáin af annarri er að opna þessa dagana. Laxá í Leirársveit var opnuð í gær, á sjálfan þjóðhátíðardaginn, en þar hafa sést laxar og vatnið er gott í ánni eins og fleiri ám á svæðinu. Veiði hefur líka verið góð í Kjarará. „Við veiddum sjö laxa í Kjarará,“ sagði Jón Þorsteinn þegar hann var spurður um veiðina þar. Þá bætir hann við að nokkuð kalt hafi verið í veðri á þeim slóðum þegar hann var þar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir