Grundfirðingurinn Heimir Þór Ásgeirsson. Ljósm. úr safni

Reynismenn töpuðu fjórða leiknum í röð

Reyni frá Hellissandi gengur ekki vel þessa dagana í C-riðli 4. deildar karla í knattspyrnu. Á þriðjudagskvöldið léku þeir gegn liði Álftaness og töpuðu með fjórum mörkum gegn engu. Bragi Þór Kristinsson og Finn Axel Hansen skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins fyrir Álftanes í fyrri hálfleik og í þeim seinni bætti Andri Janusson við tveimur mörkum og stórsigur heimamanna staðreynd, 4-0.

Reynismenn eru nú með þrjú stig eftir sex leiki í riðlinum og næsti leikur liðsins er gegn Álafossi á Ólafsvíkurvelli næsta þriðjudag og hefst klukkan 20.

Líkar þetta

Fleiri fréttir