Græni passinn byggir á QR-kóða. Ljósm. RÚV

Ísland komið með Græna passann

Græni passinn er samevrópskt bólusetningarvottorð sem tekið var í gildi hér á landi á þriðjudaginn. Ísland er eitt af fimmtán ríkjum sem taka þátt í tilraunaverkefni Evrópusambandsins og EFTA ríkjanna með Græna passann. En fyrsta júlí næstkomandi geta allir fullbólusettir innan Evrópusambandsins og EFTA ríkjanna fengið Græna passann. Mun passinn auðvelda ferðalög milli þessara landa. Passinn byggir á QR-kóða sem inniheldur upplýsingar um bólusetningu eða staðfestingu á neikvæðri niðurstöðu eða fyrri sýkingu af Covid. Ekki er hægt að falsa QR-kóða og með því að nota þá flýtir það mikið afgreiðslu á landamærum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir