Rósa Mýrdal og Klara Berglind Gunnardsóttir heilbrigðisgagnafræðingar á Akranesi.

Fyrstu heilbrigðisgagnafræðingarnir að útskrifast frá Háskóla Íslands

Haustið 2019 varð til ný námsbraut innan Læknadeildar Háskóla Íslands í heilbrigðisgagnafræði. Samhliða var starfsheitið læknaritari breytt í heilbrigðisgagnafræðingur. Heilbrigðisgagnafræðingar hafa sérþekkingu á meðhöndlun heilbrigðisgagna; gæðastöðlum, skilvirkni skráningar og lagaumhverfi heilbrigðisþjónustunnar. Störf þeirra eru einkum á heilbrigðisstofnunum og eru mjög fjölbreytt. Þær Klara Berglind Gunnarsdóttir og Rósa Mýrdal starfa báðar sem heilbrigðisgagnafræðingar við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Klara er staðgengill deildarstjóra heilbrigðisupplýsingadeildar HVE og hefur unnið við stofnunina frá árinu 2001. Í starfinu felst auk deildarstjórnar kerfisstjórn rafrænna sjúkraskrárkerfa auk þess að vera fagstjóri heilbrigðisgagnafræðinga á HVE. Rósa hefur unnið við stofnunina í rúm 40 ár, fyrst sem læknaritari, þá deildarstjóri en starfar í dag sem verkefnastjóri og sér m.a. um úrvinnslu heilbrigðisupplýsinga úr gagnagrunnum og ritstýrir ársskýrslu HVE. Blaðamaður Skessuhorns hitti þær Klöru og Rósu fyrir helgi og ræddi við þær um störf og nám heilbrigðisgagnafræðinga.

Hægt er að lesa um störf heilbrigðisgagnafræðinga í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir