Eigendurnir: Hlynur Þór, Magnús Björn, Sóley Ósk og Rakel Dögg (lengst til hægri), ásamt fyrsta viðskiptavini Bara Ölstofu, Yvonne frá USA. Ljósm. aðsend.

Bara Ölstofa Lýðveldisins verður opnuð á morgun

Nýjasta viðbót í veitingaflóruna í Borgarnesi, Bara Ölstofa Lýðveldisins, verður opnuð formlega á morgun, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. „Við vorum með allt tilbúið á föstudaginn og vorum í rauninni með smá generalprufu um helgina sem gekk vel,“ segir Hlynur Þór Ragnarsson, einn af fjórum eigendum ölstofunnar, í samtali við blaðamann Skessuhorns. „Við vorum í rauninni með opna hurð hérna um helgina og ef einhver vildi kíkja inn þá var hann velkominn,“ bætir Sóley Ósk Sigurgeirsdóttir við. Bara Ölstofa Lýðveldisins er til húsa þar sem Dússabar var í fleiri ár með rekstur, að Brákarbraut 3, og eftir mikla vinnu síðustu mánuði verða dyrnar nú opnaðar fyrir viðskiptavini.

Rætt við eigendur nýju ölstofunnar í Borgarnesi í Skessuhorni sem kom út í dag.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir