Guðmundur við John Deer traktorinn sinn í Hlíðarholti. Ljósm. vaks

Alinn upp við heyskap og hyggst gera út með rúllusamstæðu

Guðmundur Grétar Bjarnason er verktaki í Hlíðarholti í Staðarsveit. Hann býr þar ásamt unnustu sinni, Veru Sól Bjarnadóttur, og nýfæddri dóttur þeirra, Bjarneyju Dögg. Hann rekur jarðvinnuverktakafyrirtækið B. Vigfússon ásamt föður sínum, Bjarna Vigfússyni, og bróður, Vigfúsi Þráni Bjarnasyni. Nóg hefur verið að gera hjá þeim síðustu ár. Þeir hafa til dæmis verið að vinna í nokkur ár fyrir Umhverfisstofnun í Þjóðgarðinum á Snæfellsnesi, unnið í jarðvinnu ásamt því að búa til göngustíga og bílastæði. Þá hafa þeir einnig séð um snjómokstur fyrir Snæfellsbæ frá árinu 2018. Þeir eru með gröfur sem spanna frá 1.800 kílóum upp í 45 tonn en einnig aðrar vélar og þar má meðal annars nefna vörubíla, kranabíla, sanddreifara, snjóblásara og traktora. Nú hyggst Guðmundur hefja þjónustu við bændur með rekstri sambyggðrar rúllu- og pökkunarvélar.

Hægt er að lesa viðtal við Guðmund í Skessuhorni sem kom út í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir