Flugdagur verður á Leirá næsta laugardag

Laugardaginn 19. júní verður flugdagur á Leirá í Hvalfjarðarsveit í tilefni af Hvalfjarðardögum sem fara um helgina. Meðal annars verður boðið upp á útsýnisflug í þyrlu frá þyrlufyrirtækinu Helo. Flogið verður frá Leirá og tekinn stór hringur um Hvalfjarðarsveit. Verð er 15.000 kr á mann og rennur hluti andvirðisins til Björgunarfélags Akraness. Flugið verður í boði fram eftir degi. Dagskráin verður þessi:

  • Félagar í Fisfélagi Reykjavíkur lenda vélum sínum á Leirá
  • Björgunarfélag Akraness verður með búnað til sýnis
  • Þyrla Landhelgisgæslunnar er væntanleg um kl. 14
  • Tekið er fram að dagskrá flughátíðar er að nokkru háð veðri
  • Kaffi og kleinur í boði meðan birgðir endast.

Dagurinn verður jafnframt fjáröflunardagur fyrir bátaflokk Björgunarfélags Akraness. Fjöldi fyrirtækja á iðnaðarsvæðinu á Grundartanga styrkir starfsemi björgunarfélagsins með framlagi vegna dagsins. Þessi fyrir eru m.a.: Snókur, Lífland, Hamar, Héðinn, Meitill og Elkem Ísland.

Líkar þetta

Fleiri fréttir