Brautskráning á laugardaginn

Laugardaginn 19. júní verður brautskráning frá Háskólanum á Bifröst. Alls útskrifast 129 nemendur; 29 úr háskólagátt, 45 úr grunnnámi og 55 úr meistaranámi. Vegna samkomutakamarkana er gert ráð fyrir að haldnar verði tvær athafnir. Nemendur í háskólagátt og grunnnámi útskrifast klukkan 10.30 og meistaranemar klukkan 13.30. Ef samkomutakmarkanir verða rýmkaðar fyrir útskriftardag verða allir nemar útskrifaðir saman klukkan 11. Karlakórinn Söngbræður mun syngja við athöfnina og í lok hennar ávarpar Margrét Jónsdóttir Njarðvík rektor hina nýútskrifuðu. Að athöfn lokinni verður boðið upp á veitingar í húsakynnum skólans.

Líkar þetta

Fleiri fréttir