Listi VG í Norðvesturkjördæmi samþykktur

Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, leiðir lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi en listinn var samþykktur á fundi á Hótel Laugabakka í Miðfirði í gær. Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingismaður er í öðru sæti listans. Sigríður Gísladóttir dýralæknir á Ísafirði er í þriðja sæti og Þóra Margrét Lúthersdóttir bóndi í því fjórða. Flokkurinn á nú einn þingmann í kjördæminu.

Listinn í heild er þannig:

Nr. 1. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarmaður, Hólum í Hjaltadal

Nr. 2. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri

Nr. 3. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði

Nr. 4. Þóra Margrét Lúthersdóttir, sauðfjár- og skógarbóndi, Forsæludal í Vatnsdal

Nr. 5. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og bæjarfulltrúi, Stykkishólmi

Nr. 6. Heiðar Mar Björnsson, kvikmyndagerðarmaður, Akranesi

Nr. 7. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, kennslustjóri og formaður byggðaráðs, Reykholti

Nr. 8. Ólafur Halldórsson, nemi og starfsmaður í aðhlynningu, Skagaströnd

Nr. 9. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur, Strandabyggð

Nr. 10. María Hildur Maack, umhverfisstjóri, Reykhólum

Nr. 11. Auður Björk Birgisdóttir, háriðnmeistari og bóndi, Hofsósi

Nr. 12. Einar Helgason, smábátasjómaður og skipstjóri, Patreksfirði

Nr. 13. Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla og varam. í sveitarstjórn, Borgarnesi

Nr. 14. Rún Halldórsdóttir, læknir, Akranesi

Nr. 15. Valdimar Guðmannsson, iðnverkamaður og eldri borgari, Blönduósi

Nr. 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi, Brúarlandi á Mýrum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir