Jógvan Hansen með fyrsta laxinnn í Langá á Mýrum síðasta sumar. Ljósm. gb.

Hlakkar til að opna Langána

„Ég er búinn að veiða aðeins núna, fór í sjóbirting í Laxá í Kjós í vor með Adda Fannari vini mínum og fengum við tvo flotta birtinga,“ sagði Jógvan Hansen er við heyrðum í honum hljóðið. Hann er þessa dagana að undirbúa söngferðalag með Friðriki Ómari um landið og fíflast í sjálfum sér og landanum, eins og hann segir. „Við opnum svo Langá á Mýrum 20. júní og það er alltaf gaman með góðu liði þar. Yfirleitt hefur okkur gengið vel og alltaf veiðast einhverjir laxar, í fyrra gekk frábærlega. Svo fer maður eitthvað annað líka; meðal annars í Selá í Vopnafirði og Veiðivötn í árlegan veiðitúr. Síðan eftir veiðitúrinn erum við að leggja í ferð eins og í fyrra kringum landið, ég og Friðrik Ómar, en hann veiðir lítið kallinn, eiginlega ekkert. En hann er samt skemmtilegur og góður félagi. Við byrjum söngferðina á Höfn í Hornafirði 24. júní og síðan á Neskaupstað 25. júní og svo á 26 öðrum stöðum,“ sagði Jógvan í lokin.

Líkar þetta

Fleiri fréttir