Fornbílasafnið í Brákarey verður lokað í sumar

Stjórn Fornbílafjelags Borgarfjarðar sat í liðinni viku fundi með forsvarmönnum Borgarbyggðar, slökkviliðsstjóra og eldvarnafulltrúa vegna félagsaðstöðunnar og safnsins í Brákarey sem gert var að lokað yrði í febrúar síðastliðnum. Skúli G Ingvarsson formaður félagsins hefur nú upplýst í bréfi til félagsmanna að safnið verði lokað í það minnsta í sumar. Stjórnin hafi fengið þau afdráttarlausu svör að ekki yrði gefið leyfi til að opna neina starfsemi í gamla sláturhúsinu í Brákarey fyrr en búið verður að skipta um þak á húsinu og gera ýmsar aðrar lagfæringar þannig að hver starfsemi fyrir sig væri í sér brunahólfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir