Horft heim að Varmalandi frá Þverbrekkum.

Varmalandsdagar hefjast á morgun

Staðarhátíðin Varmalandsdagar hefst á morgun, laugardaginn 12. júní. Þetta er í fyrsta sinn sem hátíðin er haldin en Hollvinasamtök Varmalands, sem voru stofnuð síðastliðið haust, standa að hátíðinni. Fjölbreyttir og skemmtilegir viðburðir verða á hátíðinni, myndlistarsýningar og markaður í Þinghamri. Þá verður Kvenfélag Stafholtstungna með kaffisölu og Björgunarsveitin Heiðar sýnir tæki sveitarinnar báða dagana. Ásgeir Yngvi mun teyma undir börnum við Þinghamar um miðjan dag á laugardag. Ratleikur verður settur upp í skóginum milli skólans og hótelsins og Hótel Varmaland grillar borgara frá kl. 13-15 báða dagana. Bæði kvöldin verður boðið upp á samflot í sundlauginni á Varmalandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir