Úr Þjóðgarðinum Snæfellsjökli. Ljósm. af fésbókarsíðu Snæfellsbæjar

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull 20 ára

Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull á 20 ára afmæli mánudaginn 28. júní næstkomandi. Í tilefni af því verður afmælisdagskrá á vegum þjóðgarðsins í heila viku eða frá 19. júní til 28. júní . Meðal viðburða má nefna göngur undir leiðsögn á valda toppa Þjóðgarðsins;  Hreggnasa, Saxhól, Sjónarhól, Sauðhól, Rauðhól, Búrfell og Bárðarkistu. Þá verða fróðleiksgöngur með Snæfellingum sem eru rólegar göngur á undirlendi við allra hæfi og fróðleikur í fyrirrúmi. Þá fara fram Bárðarleikar á Malarrifi fyrir alla aldurshópa og verða leikarnir undir stjórn landvarða.

Þá verður efnt til ljósmyndakeppni og er þema keppninnar Vættir í Þjóðgarðinum. Annað skemmtilegt sem má nefna í þessari glæsilegu og fjölbreyttu dagskrá er til dæmis  fróðleiksganga um Þrælavík með Sæmundi frá Rifi, Hólahólajóga með Valda, sandkastalagerð í Skarðsvík, söngur og sögur með Kára Viðars í Frystiklefanum  og Karlakórinn Heiðbjört. Nánari upplýsingar um dagskrána má finna á fésbókarsíðu Snæfellsbæjarbæjar og ættu flestir að finna sér eitthvað við hæfi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir