Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.

Slaka á samkomutakmörkunum

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur tilkynnt um slakanir á samkomutakmörkunum frá og með þriðjudeginum 15. júní. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 150 manns í 300 og nándarreglan fer úr tveimur metrum í einn. Á sitjandi viðburðum verður engin krafa um nándarmörk en áfram verður í gildi grímuskylda og að hámarki 300 manns í hverju sóttvarnarhólfi. Sitjandi viðburðir eru leikhús, íþróttaviðburðir, athafnir hjá trúar- og lífsskoðunarfélögum, ráðstefnur og slíkt. Veitingastaðir mega vera opnir klukkutíma lengur, eða til miðnættis og þurfa gestir að hafa yfirgefið staðinn fyrir klukkan 1:00.

Líkar þetta

Fleiri fréttir