Andri Freyr Björnsson með flottan lax úr Norðurá í Borgarfirði í gærkveldi. Ljósm. ab

Þrír laxar veiddust í opnun Kjararár

Laxveiðin togast áfram þessa dagana og laxinn er fallegur. En veiðin hefur oft byrjað betur en í ár, þrátt fyrir að nóg sé af vatni og skilyrði fín. Veiðiárnar opna nú ein af annarri og veiðimenn eru að landa flottum fiskum. „Við erum í Norðurá,“ segir Árni Baldursson í samtali við tíðindamann Skessuhorns. Áin hefur gefið um 20 laxa. Andri Freyr Björnsson landaði flottum laxi á Brotinu í gærkvöldi. Opnunardagurinn í Kjarará gaf að sögn Ingólfs Ásgeirssonar þrjá laxa en líklega eru komnir um 15 laxar í Þverá. Næstu laxveiðiár sem opnaðar verða eru Laxá í Leirársveit, Grímsá, Langá, Haffjarðará og Flókadalsá.

Líkar þetta

Fleiri fréttir