Horft til norðurs yfir Grjótháls. Bærinn Grjót í forgrunni. Ljósm. úr safni/ Mats Wibe Lund.

Leggja til að fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verði hafnað

Á fundi skipulags- og byggingarnefndar Borgarbyggðar mánudaginn 7. júní lagði nefndin til við sveitarstjórn að hafna fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu vegna vindorkugarðs á Grjóthálsi. Óskað var eftir að gerð yrði breyting á aðalskipulagi þar sem nýtt iðnaðarsvæði yrði skilgreint, tæplega 400 hektara land ætlað virkjun vindorku. Borgarbyggð auglýsti í vetur eftir athugasemdum allra þeirra sem telja sig hafa hagsmuna að gæta vegna aðalskipulagsbreytinganna. „Yfir 70 athugasemdir bárust á kynningartíma lýsingar og mikil andstaða er við framkvæmdina. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að sveitarfélagið setji sér skýra stefnu um nýtingu vindorku í endurskoðun á aðalskipulagi Borgarbyggðar,“ segir í fundagerð skipulags- og byggingarnefndar frá því á mánudaginn.

Líkar þetta

Fleiri fréttir