F.v. Hans Egilsson, Kristján Sverrisson, Þorsteinn Guðmundsson, Vigdís Þorsteinsdóttir, Brynhildur Sigursteinsdóttir, Ingibjörg Úrsúla Sigurðardóttir, Áslaug Þorvaldsdóttir, Gunnþórunn Gísladóttir, Guðrún Þórðardóttir, Ástráður Eysteinsson, Birna Þorsteinsdóttir, Benedikt Ingi Elísson og Unnur Ingadóttir. Ljósm. glh.

Héldu upp á 50 ára fermingarafmæli

Hluti úr árgangi ´57 úr Borgarnesi kom saman á laugardaginn til að fagna 50 ára fermingarafmæli sínu. Hópurinn var fermdur af séra Leó Júlíussyni á hvítasunnudegi 30. maí 1971 í Borgarnesskirkju á björtum og fallegum degi. Alls voru 26 sem fermdust þennan dag en 14 mættu á endurfundinn í Borgarnesi um helgina. Fermingarsystkinin byrjuðu á að fá sér smá hressingu í Landnámssetri Íslands áður en þau fóru í kirkjugarðinn í Borgarnesi til að leggja blóm að leiðum jafnaldra sinna sem farnir eru yfir móðuna miklu. Mikið var spjallað, gamlir tímar rifjaðir upp og lagið tekið.

Líkar þetta

Fleiri fréttir