Krían er mætt í Rifsós. Ljósm. þa.

Krían er mætt á varpstöðvarnar í Rifsósi

Krían er eins og allir vita einn af vorboðunum og bíða margir spenntir komu hennar á vorin. Hún mætti í Rifsós á Snæfellsnesi um miðja síðustu viku að loknu löngu ferðalagi frá Suðurskautslandinu þar sem hún hefur vetursetu. Enginn fugl ferðast jafn langa leið á milli varp- og vetrarstöðva en talið er að krían sé á ferðalagi í um það bil fimm mánuði á ári hverju.

Þó margir bíði komu kríunnar á vorin eru þó einhverjir sem ekki eru jafn spenntir fyrir henni, enda getur hún orðið talsvert árasargjörn sérstaklega þegar ungarnir eru komnir úr eggjunum. Krían hefur verið friðuð hér á landi síðan 1882 en ástand sandsílastofnsins við landið og veðráttan hefur mikil áhrif á hvernig henni tekst að koma ungunum sínum upp.

Líkar þetta

Fleiri fréttir