Dregið í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins í dag og voru Vesturlandsliðin nokkuð heppin með andstæðinga. Skagamenn fengu heimaleik gegn Fram sem leikur í Lengjudeildinni, Víkingur Ólafsvík fékk útileik og mætir liði KFS frá Vestmannaeyjum sem leikur í þriðju deildinni og Kári mætir KR-ingum í Akraneshöllinni. Leikirnir í 32-liða úrslitunum fara fram dagana 22.-24. júní næstkomandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir