Þau báru sigur úr býtum í keppninni. Ljósm. þa.

Úrslit í Snæfellsnesmótaröðinni

Síðastliðinn laugardag var fjórða og síðasta mótið í Snæfellingsmótaröðinni í hestaíþróttum haldið í Reiðhöllinni í Ólafsvík. Fyrri mót í röðinni voru haldin í Söðulsholti, Stykkishólmi og Grundarfirði. Góð þátttaka hefur verið á mótunum í vetur þrátt fyrir samkomutakmarkanir. Í mótaröðinni taka keppendur með sér stig úr hverju móti og fer stigafjöldi eftir því í hvaða sæti keppandi lendir í. Samanlagður stigafjöldi úr öllum mótum ræður svo úrslitum í mótaröðinni. Keppt var í fjórum flokkum. Í flokki 10 til 13 ára var Haukur Orri Bergmann Heiðarsson í fyrsta sæti. Í flokki 14 til 17 ára var Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir í fyrsta sæti. Í flokki minna vanra var Veronica Osterhammer í fyrsta sæti og í flokki meira vanra Gunnar Tryggvason. Einnig var pollaflokkur þar sem upprennandi hestamenn tóku sín fyrstu spor í keppni. Heppnaðist mótaröðin í vetur mjög vel enda mikil gróska í hestamennsku á svæðinu og fer vaxandi.

Líkar þetta

Fleiri fréttir