Sóttu vélarvana bát skammt frá Rifi

Eftir hádegi síðastliðinn laugardag barst útkall á björgunarbátinn Björg í Rifi. Það var frá handfærabátnum Höllu Daníelsdóttur RE, sem þurfti aðstoð en báturinn var þá staddur um eina sjómílu frá Rifi. Halla var að koma úr róðri af Flákanum þegar drapst á vélinni. Leiðangurinn gekk vel og kom Björgin með Höllu til hafnar um 40 mínútum eftir að útkallið barst.

Líkar þetta

Fleiri fréttir