Bjarki Þorsteinsson framkvæmdastjóri í Brákarhlíð í Borgarnesi.

Vinna að tillögum um bætta þjónustu við aldraða á Vesturlandi

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi gáfu á síðasta ári út Velferðarstefnu Vesturlands þar sem fjallað var um öll velferðarmál í landshlutanum; heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu og þjónustu við fatlaða einstaklinga, starfsendurhæfingu, æskulýðs- og forvarnamál og öldrunarþjónustu. Í kjölfarið var ákveðið að taka eitt mál úr skýrslunni og fara með það lengra, það sem snýr að öldrunarmálum. Var þá skipaður starfshópur sem er að skoða öldrunarmál á Vesturlandi og hvernig efla megi mögulega þann málaflokk.  Verkefnið og vinna hópsins er fjármögnuð af Sóknaráætlun Vesturlands. Starfshópinn skipa Bjarki Þorsteinsson frá Brákarhlíð í Borgarnesi, Svala Hreinsdóttir frá Akraneskaupstað, Ingveldur Eyþórsdóttir frá Skóla- og félagsþjónustu Snæfellinga og Þura Björk Hreinsdóttir frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Blaðamaður Skessuhorns settist niður með Bjarka og ræddi við hann um öldrunarmál á Vesturlandi og þá vinnu sem nýr starfshópur er nú að leggja af stað með.

Sjá viðtal við Björn Bjarka í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir