Gísli Björn Rúnarsson við rallycross bíl sinn. Ljósm. frg.

Gísli Björn keppir í rallycross á sunnudaginn

Fyrsta umferð Íslandsmótsins í rallycross fer fram á Aksturssvæði AÍH í Hafnarfirði sunnudaginn 16. maí. Tímatökur hefjast kl. 10:00 en keppnin sjálf hefst kl. 13:00. Gert er ráð fyrir að úrslit verði ljós um. kl. 17:00. Verðlaunaafhending er síðan áætluð um kl. 18:00. Covid setur nokkurn svip á mótið því samkvæmt sóttvarnarreglum er einungis að hafa 100 áhorfendur í einu sóttvarnarhólfi á íþróttaviðburðum og að hámarki tvö sóttvarnarhólf.

Alls eru 35 keppendur skráðir til leiks. Þeirra á meðal er Gísli Björn Rúnarsson á Akranesi sem keppir fyrir TKS, Torfæruklúbb Suðurlands. Gísli sem kemur frá Búðardal hefur lengi verið viðloðandi akstursíþróttir, bæði sem aðstoðarmaður og í keppnisstjórn. Þetta er hins vegar í fyrsta skipti sem Gísli keppir á þessum vettvangi.

Keppnisbíll Gísla er Toyota Yaris, árgerð 2000. Gísli keppir í svokölluðum 1000 Standard flokki. Í því felst að ekki má gera neinar breytingar að ráði á bílunum. Að sögn Gísla er ætlunin að keppa á öllum sex mótum sumarsins.

Fyrir neðan má sjá svipmyndir af tilþrifum frá rallycrosskeppnum sem fengnar eru af vef Akstursíþróttafélags Hafnarfjarðar.

Streymi á rallycrosskeppnina má finna hér.

Líkar þetta

Fleiri fréttir