Ísland í fararbroddi í nýtingu ljósleiðara í Evrópu

Ísland heldur toppsæti sínu sem það Evrópuland þar sem hæst hlutfall heimila nýtir sér ljósleiðaratengingu til að uppfylla gagnaflutningsþörf heimilisins. Þetta var kynnt á fundi í hádeginu í dag þar sem Fibre to the Home Council Europe kynnti stöðuna í álfunni miðað við september síðastliðinn. Í skýrslunni sem tekur mið af stöðunni í september 2020 nýttu 70,7% íslenskra heimila sér ljósleiðaratengingu, en nálægt 90% heimila í landinu eru ljósleiðaratengd. Í öðru sæti í nýtingu þessarar öflugu tengingar var Hvíta Rússland með 70,1% nýtingu og í þriðja sæti Spánn með 62,6% nýtingu.

 

Líkar þetta

Fleiri fréttir