Frá undirritun samningsins. Efri röð: Anna María Þráinsdóttir frá Verkís, Alfreð Þór Alfreðsson og Sigurður Páll Harðarson frá Akraneskaupstað. Neðri röð: Sigurjón Skúlason frá Sjamma ehf, Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri og Heimir Einarsson frá Sjamma ehf. Ljósm. Akraneskaupstaður.

Samið um byggingu nýs leikskóla í Skógahverfi

Á vef Akraneskaupstaðar er sagt frá því að föstudaginn 7. maí síðastliðinn hafi verið skrifað undir verksamning vegna uppsteypu og utanhússfrágangs á nýju leikskólahúsnæði við Asparskóga 25. Sjammi ehf er verktaki og mun Verkís hafa umsjón með verkinu fyrir hönd Fasteignafélags Akraneskaupstaðar. Verkefnið snýst um byggingu á um 1500 fermetra leikskóla úr forsteyptum einingum. Hluti af verkinu felst í að koma fyrir lögnum í grunni, setja í glugga og hurðir ásamt því að ganga frá þaki og ljúka öllum utanhússfrágangi við bygginguna. Áætlað er að verklok séu eigi síðar en 1. mars 2022.

Líkar þetta

Fleiri fréttir