Maíúthlutun Mæðrastyrksnefndar verður í næstu viku

Maíúthlutun Mæðrastyrksnefndar Akraness fer fram þriðjudaginn 18. maí frá kl. 12:30-16:30 í húsi Rauða krossins við Skólabraut 25 a á Akranesi. Einungis nýir umsækjendur þurfa að skila inn gögnum.

Tekið er á móti umsóknum í síma 859-3000 og 859-3200 í dag, miðvikudaginn 12. maí, og á morgun fimmtudaginn 13. maí á milli kl. 11-13. Einnig má sækja um á netfanginu maedrastyrkurakranes@gmail.com Vinsamlegast sækið um tímanlega en þetta verður síðasta úthlutun í bili, segir í tilkynningu frá Mæðrastyrksnefnd Akraness.

Líkar þetta

Fleiri fréttir