Ítrekað veggjakrot á Akranesvita

Á vef Akraneskaupstaðar segir frá því að skemmdarverk hafi verið unnin á Akranesvita í tvígang undanfarið, fyrst í mars og nýlega aftur í maí. Búið er að tilkynna verknaðinn til lögreglu og Vegagerðarinnar en vitar landsins eru eign Vegagerðarinnar. Fólk er beðið að hafa augun opin og tilkynna til Akraneskaupstaðar og lögreglunnar ef það verður vart við skemmdir á Breiðinni.

Líkar þetta

Fleiri fréttir