Elkem býður á leiki kvennaliðs ÍA

Elkem og Knattspyrnufélag ÍA hafa gert þriggja ára samstarfssamning sem felur í sér styrk við kvennaknattspyrnuna á Akranesi. Í samningum felst að Elkem býður öllum á leiki ÍA á Akranesvelli í sumar í Lengjudeild kvenna og eru bæjarbúar hvattir til að taka boðinu og fjölmenna á leikina í sumar. Fyrsti heimaleikur ÍA er einmitt í dag, miðvikudag kl. 19.15, gegn Augnabliki á Akranesvelli.

Líkar þetta

Fleiri fréttir