Baldur kom með Kvist á bakborðssíðunni til hafnar á Akranesi á áttunda tímanum í gærkvöldi. Símamynd/mm

Baldur dró vélarvana bát til Akraness

Sjómælingaskip Landhelgisgæslunnar, Baldur, dró Kvist KÓ-30, rúmlega fimm brúttótonna fiskibát, til hafnar á Akranesi síðdegis í gær. Samkvæmt heimildum Skessuhorns varð báturinn vélarvana og dó á öllum tækjum þegar hann var staddur um sjö sjómílur vestur af Þormóðsskeri en báturinn var á leið á Arnarstapa. Einn maður var um borð í bátnum og sakaði hann ekki.

Mikill fjöldi báta rær þessa dagana frá Arnarstapa og lönduðu alls 40 bátar á Arnarstapa í nýliðinni viku, flestir bátanna handfærabátar á strandveiðum.

Líkar þetta

Fleiri fréttir