Um helmingur hefur fengið fyrri sprautuna

Fyrir síðustu helgi höfðu um 51.000 einstaklingar verið fullbólusettir hér á landi gegn Covid-19 og um 140.000 höfðu fengið a.m.k. einn skammt af bóluefni, en það eru um 48% þeirra sem áætlað er að bólusetja. Bólusetningu forgangshópa miðar vel, segir í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu. Gert er ráð fyrir að allir einstaklingar í þeim níu forgangshópum sem eru skilgreindir í reglugerð verði búnir að fá a.m.k. einn bólusetningarskammt um miðjan júní og allir sem eftir standa eigi síðar en um miðjan júlí næstkomandi. Ekki er gert ráð fyrir að börnum fæddum 2006 og síðar verði boðin bólusetning gegn Covid-19.

Líkar þetta

Fleiri fréttir