Átak í aðgengismálum fyrir fatlaða

Í samgönguráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu hefur verið ýtt úr vör stórátaki um úrbætur í aðgengismálum fyrir fatlað fólk. Það er gert í samvinnu við Öryrkjabandalag Íslands og sveitarfélög um land allt. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga mun leggja fram helming fjármagns í úrbætur á móti sveitarfélögum. „Ríki og sveitarfélög munu taka höndum saman um að bæta aðgengi fyrir fatlað fólk í opinberum byggingum, almenningssamgöngum, útivistarsvæðum og almenningsgörðum svo dæmi séu tekin. Alls verður um 700 milljónum króna varið í úrbætur á aðgengismálum á tímabili átaksins til loka árs 2022,“ segir í tilkynningu.

Líkar þetta

Fleiri fréttir