Lilja Rafney tekur annað sætið

Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, lýsti því yfir á landsfundi hreyfingarinnar um liðna helgi að hún ætli að taka 2. sætið á lista í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Lilja Rafney bauð sig eins og kunnugt er fram í oddvitasæti í forvali í apríl en varð að lúta í lægra haldi fyrir Bjarna Jónssyni, varaþingmanni og sveitarstjórnarmanni VG í Skagafirði.

Í yfirlýsingu á föstudaginn skrifaði hún: „Ég er baráttumanneskja og hef ákveðið að taka annað sætið á lista VG í NV kjördæmi og láta áfram til mín taka í málefnum launafólks, sjómanna og byggðanna og fyrir réttlátara samfélagi með umhverfismál að leiðarljósi.“

Líkar þetta

Fleiri fréttir