Fulltrúar Arnardals og X-ins í Stykkishólmi keppa fyrir hönd Vesturlands

  • Söngkeppni Samfés í beinni á RUV í dag frá Akranesi

Það verður margt um manninn í Bíóhöllinni á Akranesi í dag, þegar Söngkeppni Samfés verður þar haldin. Í undankeppninni hér á Vesturlandi kepptu níu atriði félagsmiðstöðva á Vesturlandi til úrslita en í SamVest eru félagsmiðstöðvarnar Afdrep í Snæfellsbæ, Arnardalur á Akranesi, Eden í Grundarfirði, Hreysið í Dalabyggð, Ozon í Strandabyggð, Óðal í Borgarnesi, Skrefið á Reykhólum, X-ið í Stykkishólmi og 301 í Hvalfjarðarsveit. Undankeppni SamVest var að þessu sinni haldin með breyttu sniði. Keppendur tóku upp og sendu inn myndbönd af sínum atriðum. Myndböndin voru svo klippt saman svo þau mynduðu eina keppni sem var svo send út.

Tvö atriði voru valin til að fara áfram í Söngkeppni Samfés og stíga á stokk í dag. Hanna Bergrós Gunnardóttir frá félagsmiðstöðinni Arnardal á Akranesi komst áfram með lagið Me and Mr. Jones og Helga Sóley Ásgeirsdóttir frá félagsmiðstöðinni X-inu í Stykkishólmi komst einnig áfram með lagið Hvað er Ástin? Hægt verður að fylgjast með flutningi Hönnu Bergrósar og Helgu Sóleyjar í beinni útsendingu úr Bíóhöllinni á Akranesi á RÚV kl 15:00 í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir