Fyrsti heimaleikur Skagamanna í kvöld

Fyrsti heimaleikur Skagamanna á þessu tímabili í Pepsi Max deild karla verður í kvöld á Akranesvelli og hefst kl. 19.15. Víkingur Reykjavík eru mótherjar Skagamanna en í fyrstu umferðinni unnu þeir Keflvíkinga 1-0 á meðan Skagamenn töpuðu fyrir Valsmönnum 2-0. Einungis mega 200 manns mæta á leikinn sökum sóttvarnareglna og verða þeir í merktum sætum í stúkunni og því frekar líklegt að það verði uppselt á leikinn. Lokið var við að skipta um sæti í gær í stúkunni á Akranesi og það er vonandi að ÍA nái að hafa sætaskipti við Víking eftir leik kvöldsins. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Líkar þetta

Fleiri fréttir