Úthlutað úr Menningarsjóði Borgarbyggðar

Stjórn Menningarsjóðs Borgarbyggðar kom saman til fundar 3. maí síðastliðinn og fór yfir umsóknir sem höfðu borist sjóðnum. Ákveðið var að veita tíu verkefnum styrki að upphæð 1.350 þúsund krónur. Eftirtalin verkefni hlutu styrk úr sjóðnum:

Guðlaug Dröfn Gunnarsdóttir – Kúlan – óstaðbundið safn 150.000 kr.

Leikdeild Umf. Skallagríms – Fjáröflunar- og skemmtikvöld 200.000 kr.

Hollvinasamtök Borgarness – Húsaskilti 150.000 kr.

Rósa Jennadóttir – Upptökur á þjóðdönsum 150.000 kr.

Reynir Hauksson – tónlistarverkefni 150.000 kr.

Steinunn Þorvaldsdóttir – Tónlistarverk 150.000 kr.

Guðrún Vala Elísdóttir – Ljósmyndasýning 50.000 kr.

Gunnhildur Lind Hansdóttir – Ljósmyndasería 50.000 kr.

Sigríður Þóra Óðinsdóttir – Plan-B Art Festival 100.000 kr.

Hinsegin Vesturland – Hinsegin Borgarbyggð 200.000 kr.

Líkar þetta

Fleiri fréttir