Unnið með þrjár sviðsmyndir vegna Hafbjargarhúss

Breið þróunarfélag fékk fyrr á þessu ári styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands til að vinna sviðsmyndavinnu og greina forsendur rekstrar í Hafbjargarhúsi við Breiðargötu 2 á Akranesi. Sviðsmyndirnar eru unnar af Ásu Katrínu Bjarnadóttur, mastersnema í sjálfbærri borgarhönnun. Þær byggja á greiningu á svæðinu, sögu þess og staðaranda með sjálfbærni að leiðarljósi. Sviðsmyndunum er skipt upp í þrjá flokka eftir umfangi inngrips.

Niðurstaða vinnunnar er að mikilvægt sé að byrja innávið og vekja athygli á svæðinu sjálfu, húsnæðinu sem og einstöku umhverfi. Auk þess yrði byrjað á að vekja áhuga ferðamanna á svæðinu. Ráðlegast væri því að byrja á sviðsmynd eitt þar sem Hafbjargarhúsið yrði leigt út til aðila sem myndu halda tónlistar- og kvikmyndaviðburði og byrja þannig á því að vekja athygli á svæðinu.

Næst eða samhliða yrði farið í sviðsmynd tvö þar sem um meðal inngrip væri að ræða og húsnæðið leigt út fyrir stærri viðburði og þá hægt að leigja gáma eða matartrukka þar sem seldur yrði stemnings matur samhliða viðburðum. Farið yrði í lágmarks framkvæmdir til þess að gera húsnæðið meira aðlaðandi og jafnvel settur glerveggur út í Skarfavör til að hleypa birtu inn og njóta stórbrotins útsýnis út á flóann.

Allt þetta myndi svo leiða til þess að sviðsmynd þrjú fælist í að fjárfestar myndu byrja á að veita svæðinu eftirtekt og þá sjá þá óviðjafnalegu eiginleika sem Hafbjargarhúsið og umhverfi þess hafa uppá að bjóða með sinni einstöku náttúrufegurð og sögu. Með bjartari tíma að leiðarljósi í ferðaþjónustu myndu fjárfestar mögulega vilja taka þátt í þessu verkefni sem gæti undið upp á sig í enn fleiri verkefnum á svæðinu.

Sjá nánar í Skessuhorni vikunnar.

Líkar þetta

Fleiri fréttir