Rósa Guðmundsdóttir. Ljósm. úr safni/ tfk.

Rósa ein á báti í karlaveldi

Rósa Guðmundsdóttir, framleiðslustjóri Guðmundar Runólfssonar hf í Grundarfirði, er eina konan í stjórn Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi en kosið var í stjórn SFS á aðalfundi þann 30. apríl síðastliðinn. Alls var 19 manna stjórn kosin og þar af eru 18 karlar. Þar má finna til dæmis Daða Hjálmarsson, útgerðarstjóra KG Fiskverkunar á Hellissandi, Rögnvald Ólafsson, framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss Hellissands, Bjarna Ármannsson forstjóra Iceland Seafood International hf, Kristján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðsstjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf í Hnífsdal og Skjöld Pálmason framkvæmdastjóri Odda hf á Patreksfirði.

Líkar þetta

Fleiri fréttir