Svipmynd frá æfingu Slökkviliðs Borgarbyggðar í júní á síðasta ári. Þá líkt og nú voru miklir þurrkar og tölurverður viðbúnaður af þeim sökum. Hér er æfing í Skorradal. Ljósm. úr safni/kgk.

Óvissustigi almannavarna verður lýst yfir vegna þurrka

Mjög þurrt og sólríkt veður hefur einkennt veðráttuna síðan um miðjan apríl. Samhliða því stóreykst hættan á gróðureldum. Slíkir eldar hafa undanfarna daga verið í Heiðmörk og víðar á höfuðborgarsvæðinu. Vegna þurrka á öllu suðvesturhorni landsins hefur verið ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum. Slökkviliðsmenn hér á Vesturlandi hafa nú verið beðnir að skrá sig á bakvaktir um helgar. Óvissustig almannavarna verður samkvæmt heimildum Skessuhorns lýst formlega yfir eftir hádegi í dag.

Líkar þetta

Fleiri fréttir