Hildur Björk Hörpudóttir er nýr sóknarprestur í Reykholts- og Hvanneyraprestakalli. Hér er hún á kirkjutröppunum í Reykholti. Ljósm. arg

Ætlar að bjóða upp á fjölbreytt helgihald sem höfðar til allra

Eins og greint var frá í Skessuhorni í síðustu viku hefur Hildur Björk Hörpudóttir verið kjörin nýr sóknarprestur í Reykholts- og Hvanneyrarprestakalli. Prestakallinu tilheyra sex sóknir, Bæjarsókn, Fitjasókn, Hvanneyrarsókn, Lundarsókn, Reykholtssókn og Síðumúlasókn. Hildur Björk er fædd og uppalin í Reykjavík en hún á einnig tengingu á landsbyggðina, nánar tiltekið í Bæjarsveit í Borgarfirði. Þar átti hún ömmu og afa sem hún heimótti sem barn. „Við erum mikil útivistar- og útilegu fjölskylda og þetta svæði er eitt af okkar uppáhalds. Við elskum að kíkja í Húsafell og þar í kring og Hreppslaug í Skorradal er okkar uppáhalds sundlaug. Við bíðum alltaf spennt eftir að hún opni á sumrin og erum sérstaklega spennt núna að sjá bætta aðstöðu við laugina,“ segir Hildur í samtali við Skessuhorn.

Í Skessuhorni vikunnar er rætt við Hildi Björk nýjan sóknarprest.

Líkar þetta

Fleiri fréttir