Bjarni Jónsson ásamt fjölskyldu sinni. F.v. Jón Kolka, Kirstín Kolka, Izati Zahra og Bjarni Jónsson. Ljósm. aðsend

Vill fá tilfinningu fyrir því hvernig hjartað slær á hverjum stað

Helgina 23.-25. apríl fór fram forval hjá Vinstri hreyfingunni grænu framboði í Norðvesturkjördæmi. Þar var valið í fimm efstu sæti á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar næsta haust. Bjarni Jónsson sigraði í forvalinu og mun því leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi. Í öðru sæti hafnaði Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingiskona, og þriðja sætið tók Sigríður Gísladóttir. Bjarni Jónsson hefur verið varaþingmaður þetta kjörtímabil og komið inn fyrir Lilju Rafneyju fjórum sinnum frá árinu 2017. Blaðamaður Skessuhorns sló á þráðinn til Bjarna og fékk að kynnast honum aðeins betur og heyra hver hans helstu baráttumál verða fyrir Norðvesturkjördæmi.

Hægt er að lesa viðtal við Bjarna í Skessuhorni sem kom út í dag. 

Líkar þetta

Fleiri fréttir