Gyða Sól hjólar hér í vinnuna. Ljósm. úr safni.

Verkefnið Hjólað í vinnuna hefst í dag

Í dag, miðvikudaginn 5. maí, mun Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefja heilsu- og hvatningarverkefnið Hjólað í vinnuna í nítjánda sinn. Verkefnið stendur að vanda yfir í þrjár vikur eða til 25. maí. Á þeim tíma eru landsmenn hvattir til að hreyfa sig og nýta sér heilsusamlegar, umhverfisvænar og hagkvæmar samgöngur með því að hjóla, ganga eða nota annan virkan ferðamáta.

Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að huga vel að heilsunni og sinna sinni daglegu hreyfingu. Það er mjög mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að standa vörð um starfsandann á þessum fordæmalausu tímum. Verkefnið Hjólað í vinnuna er góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman. Hjólreiðar eru bæði virkur og umhverfisvænn ferðamáti og jafnframt eru þær frábær útivist, hreyfing og öflug líkamsrækt.

Líkar þetta

Fleiri fréttir